HYROX.IS 

Alma Hrönn Káradóttir

Alma Hrönn kemur úr heimi CrossFit og hefur keppt á fjöldamörgum mótum,  í CrossFit, Ólympískum- og kraftlyftingum og allskyns þrek mótum, bæði hér heima og erlendis. Alma hefur þjálfað functional/CrossFit þjálfun síðan 2013.

Hestu keppnis afrek:
– Íslandsmeistari í réttstöðulyftu 2020
– Evrópumeistari í Ólympískum lyftingum +35 2020
– Bronshafi á Heimsmeistaramóti í Ólympískum lyftingum 35+ 2022
– Íslandsmeistari í CrossFit 35+ 2022 og 2024 (keppti ekki 2023)


Kennsluréttindi:
– Hyrox Performance Coach
– Hyrox Foundation Course
– CrossFit LV-2 réttindi frá 2018
– Ketilbjölluréttindi
– Kennsluréttindi í Ólympískum lyftingum
– Technogym Master Trainer

Alma er starfandi stöðvarstjóri í CrossFit Sport og þjálfari/hönnuður námskeiðs – Hyrox Sport í Sporthúsinu Kópavogi.

Frá Ölmu:

Þegar ég byrjaði að stunda CrossFit gat ég ekki gert eina einustu upphífingu. Ég hafði engan fimleika bakgrunn, enga þekkingu á Ólympískum lyftingum og þurfti að læra allt frá grunni.
Þess vegna skil ég vel hvernig það er að takast á við nýjar áskoranir og byggja sig upp skref fyrir skref.
Með áralangri reynslu hef ég þróað aðferðir sem hjálpa bæði byrjendum og lengra komnum að ná árangri í Hyrox, CrossFit og þrekþjálfun.
Hvort sem þú vilt bæta styrk, þol eða tækni, þá get ég hjálpað þér að finna skynsamlegar leiðir til að ná markmiðunum þínum – sama hvar þú ert að byrja.