5 SKIPURLAGÐAR
ÆFINGAR Í VIKU
Sérhannaðar æfingar yfir Hyrox- keppni með blöndu af hlaupum og vinnustöðvum. Jafnvægi milli erfiðra lotuæfinga, langar vinnulota og styrktar/aukavinnu. 3 æfingar í viku sem eru samsettar af lyftingum, Hyrox þjálfun og aukavinnu. Allar settar upp með liðkun og upphitun.
2 hlaupaæfingar í viku settar upp með upphitun.
MÆLANLEGUR ÁRANGUR
Aðgangur að þjálfunar -appi sem heldur utanum æfingar og framvindu. Æfingavikan öll er birt á sunnudegi svo iðkandi geti undirbúið sína viku.
Æfingar henta hvort sem þú ert í fullbúnni CrossFit/Functional stöð eða almennri æfingarstöð. Aðlögunar möguleikar ef iðkandi er með takmarkaðan aðgang að tækjum td. sleða og sandpoka.
3 ERFIÐLEIKASTIG
Æfingar settar upp í þremur erfiðleikastigum: Pro – Open – Start. Þannig getur iðkandi aðlagað sína þjálfun eftir getu.
Prógrammið inniheldur Ólympískar lyftingar og fimleikaæfingar en með aðlögunar möguleikum.

APRÍL OG MAÍ 2025 – 5.990 kr.
OPNUNARTILBOÐ
Verð fjarþjálfunarprógramms Hyrox.is er 7.990 kr á mánuði. Iðkandi fær sendan greiðsluseðil í netbanka og hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er. Þú greiðir þá út þann mánuð.
Hyrox.is er einnig með Affiliate prógram. Prógrammið er frábær viðbót inn í þína Functional stöð. Hægt er að velja um 2 æfingar eða 3 æfingar á viku + hlaupaæfingu. Prógrammið (eins og fjarþjálfunarprógrammið) er gefið út með þrjú erfiðleikastig. Á þessu prógrammi eru ekki Ólympískar lyftingar og fimleikaæfingar í algeru lágmarki.
Hyrox.is Affiliate hentar þeim stöðvum sem eru með breitt bil iðkenda og á mismunandi getustigi sem vilja allir hámarka afköst sín á æfingum.
HYROX.IS FJARÞJÁLFUN
5 æfingadagar í viku
3 lyftingar+Hyrox+aukavinna
2 hlaupaæfingar
Opnunartilboð – 5.990 kr.
HYROX.IS AFFILIATE
2 æfingar í viku + hlaupaæfing – 12.990 kr. 3 æfingar í viku + hlaupaæfing – 15.990 kr.
HVAÐ ER HYROX?
Hyrox er alþjóðleg keppni sem samanstendur af 8 æfingar stöðvum með 1 km hlaup á milli stöðva. Stöðvarnar reyna á styrk, hraða og úthald.
Hyrox keppnir eru haldnar um allan heim og hægt er að keppa í einstaklingsflokk, með félaga (Doubles) eða sem hluti af boðliði (Relay – 4 saman).
Öflugt samfélag
Vertu hluti af sterku og hvetjandi Hyrox samfélagi. Deildu árangri, spurðu spurninga og fáðu stuðning. Iðkendur fá aðgang að lokuðum FB hóp með þjálfurum og öðrum iðkendum.
Sameiginlegar keppnisferðir erlendis á Hyrox viðburði.
Upplifðu keppnisanda og samstöðu Hyrox!
ÞJÁLFARARNIR OKKAR
Í teymi okkar eru reyndir þjálfarar/keppendur með áralanga reynslu af þjálfun í CrossFit, lyftingum, hlaupum og nú Hyrox
Þjálfarar bjóða einnig upp á einstaklingsmiðaða þjálfun – ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á því !

Alma Hrönn Káradóttir
Alma Hrönn kemur úr heimi CrossFit og hefur keppt á fjöldamörgum mótum, í CrossFit, Ólympískum- og kraftlyftingum og allskyns þrek mótum, bæði hér heima og erlendis. Alma hefur þjálfað functional/CrossFit þjálfun síðan 2013.

Ómar Freyr Sævarsson
Ómar Freyr er frjálsíþrótta keppandi, en hann byrjaði að stunda frjálsar íþróttir aðeins 7 ára gamall.
Ómar hefur reynslu af þjálfun frá 17 ára aldri. Þjálfun frjálsra íþrótta, hóptíma og einkaþjálfun.
og taktu næsta skref í þinni Hyrox – vegferð!