Ómar Freyr Sævarsson
Frjálsar íþróttir áttu hug hans allan frá unga aldri en hann byrjaði aðeins sjö ára að æfa frjálsar (þá aðallega hlaup) og náði afar góðum árangri í öllum greinum. Má með sanni segja að í öllum þeim íþróttum sem hann prófaði, hafi hann náð langt.
Hann keppti bæði á innlendum og erlendum vettvangi með góðum árangri, og var aðeins 17 ára gamall orðinn aðalþjálfari – reynsla sem mótaði hann mikið og flýtti fyrir þroska hans sem íþróttamaður og leiðtogi.
Reynsla & Menntun:
– Hyrox Foundation Course
– Boot Camp þjálfari sept-des 2024
– Menntun og reynsla í einka- og fjarþjálfun
– Styrkur og þrek – Keilir, Keflavík
– Einkaþjálfun – Keilir, 2014
– A- og B-hluta þjálfaranáms á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
– Íþróttaháskólinn í Sønderborg, Danmörku, almennt nám með áherslu á íþróttir og þjálfun
– Frjálsíþróttaþjálfari – UMSE
Starfaði sem þjálfari hjá ýmsum aðildarfélögum innan UMSE og sem sambandsþjálfari í 8 ár

Frá Ómari:
Íþróttir hafa alltaf átt hug minn allan – hvort sem það eru hlaup, fótbolti, líkamsrækt, golf eða eitthvað allt annað. Ég hef líklega prófað og keppt í flestum greinum og finnst ekkert betra en að vera á hreyfingu.
Markmið mín snúast um að njóta ferlisins og hámarka getu – bæði mína eigin og þeirra sem ég aðstoða. Ég hef tvívegis keppt erlendis og náði meðal annars áttunda sæti í 100m hlaupi á heimsmeistaramóti unglinga á Eyrasundsleikunum í Svíþjóð.
Þegar ég var aðeins 13 ára gamall var ég valinn í úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands og síðar, 17 ára, í þrjá hlekki sem unnu að því markmiði að ná til Ólympíuleikanna. Ég á enn fjölda met í frjálsíþróttum sem standa óhögguð í dag.